Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:13:19 (6107)

1996-05-15 15:13:19# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:13]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er kveðið á um að hægt sé að lengja uppsagnarfrest opinberra starfsmanna í allt að sex mánuði og sama á við í ákvæðum 46. gr. frv. Þetta er óþolandi valdníðsla og brot á mannréttindum fólks. Þetta er líka frekleg íhlutun í ákvörðun fólks um að ráða sjálft hverjum það selur starfskrafta sína. Ákvæðið gengur líka gegn markmiðum frv. um að samræma réttindi og skyldur á almennum vinnumarkaði og hjá opinberum starfsmönnum. Það er einkennandi fyrir frv. að því sem er íþyngjandi umfram almennan vinnumarkað er annaðhvort haldið áfram í lögunum eða bætt við íþyngjandi ákvæði í þessu frv. En þau réttindi sem opinberir starfsmenn hafa haft umfram almenna vinnumarkaðinn og þeir hafa fengið með lægri launum eru af þeim tekin. Húsbóndavaldið og hroki ríkisvaldsins gagnvart launafólki er á sínum stað í þessu ákvæði sem öðrum í frv. Ég segi nei.