Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:21:55 (6109)

1996-05-15 15:21:55# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:21]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi dæmalausa málsgrein felur það í sér að þeim sem standa utan stéttarfélaga eru færð réttindi umfram hina og í raun á kostnað hinna. Með öðrum orðum er þeim sem fara út úr verkalýðsfélögum tryggð sérstök forréttindi með þessari grein. Þeir skulu njóta allra þeirra kjarabóta sem stéttarfélög þeirra sem eru áfram félagsmenn semja um. Jafnframt leikur vafi á því að unnt sé að skylda þá eins og hér er um málin búið til þess að taka þátt í þeim eðlilega kostnaði sem af þeim hlýst.

Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegt ákvæði eins og það er sett fram. Þetta er fallið til þess að grafa undan skipulagðri kjarabaráttu launafólks og veikja verkalýðshreyfinguna og er hluti af margþættum ráðstöfunum sem koma víðar fyrir í þessu frv. sem falla allar í sama farveg. Þetta er því að okkar mati eitt alvarlegasta og hættulegasta ákvæði þessa frv. og ég segi nei.