Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:27:01 (6113)

1996-05-15 15:27:01# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:27]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um eina mikilvægustu grein frv. þar sem þessi grein skapar sérréttindi fyrir þá sem standa utan stéttarfélaga miðað við það sem áður hefur verið. Þessi grein sýnir hina pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er algerlega ljóst hver hugsunin er að baki þessari grein. Það er að þrengja stöðu stéttarfélaganna við samningsgerð. Það er ótvíræður vilji ríkisstjórnarinnar að hér verði tekið upp húsbóndavald sem úthlutar peningum eftir eigin geðþótta og stéttarfélögin komi sem allra minnst nálægt kjarasamningsgerð. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar eins og við þekkjum í áratugi er brotið á bak aftur og það með löggjöf án þess að við fáum tekist á um það við kjarasamningsgerð. Þetta er siðlaus lagasetning sem kemur fram í 47. gr. frv. Ég segi nei.