Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:28:48 (6114)

1996-05-15 15:28:48# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:28]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég segi að sjálfsögðu já við þessu ákvæði. Ég tek fram vegna þess að hér er reynt að koma öðru til skila að fólk sem kýs að standa utan við stéttarfélög hefur að sjálfsögðu rétt til þess samkvæmt íslenskum lögum, sem betur fer, en það þarf að greiða fyrir þá þjónustu að fá að taka laun samkvæmt þessum samningum og fyrir því sér í lögum sem er ekki verið að fjalla um hér heldur í lögum frá 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nánar tiltekið í 7. gr. þeirra laga. Þetta þarf að koma fram og ég segi já.