Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:30:18 (6115)

1996-05-15 15:30:18# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:30]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Þetta ákvæði hefur verið mjög umdeilt. Við heyrðum skýringu hæstv. fjmrh. áðan sem var á þá leið að skyldan til þess að greiða fyrir veitta þjónustu væri tryggð með öðrum lögum frá 1986. Það kom fram í efh.- og viðskn. af hálfu lögfræðings BSRB að svo væri ekki vegna þess að þau lagaákvæði eiga eingöngu við félagsbundna menn. Þess vegna varaði hann sérstaklega við þessu, taldi þetta að kippa grundvellinum undan starfsemi stéttarfélaga og taldi reyndar mjög líklegt að þetta yrði uppspretta mikils málavafsturs fyrir dómstólum. Ég tek því ekki skýringu hæstv. fjmrh. gilda og segi þess vegna nei.