Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:46:38 (6121)

1996-05-15 15:46:38# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:46]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er komið að lokum atkvæðagreiðslu eftir 2. umr., og ég held að Alþingi Íslendinga sé þegar búið að eyða meira en nógum tíma í það á þessu vori, það sé ekki ástæða til að greiða fyrir frekari vegaferð þess í gegnum þingið.

Þrátt fyrir það er óhjákvæmilegt að vekja athygli á að annar stjórnarflokkurinn hefur gufað upp í málinu. Nú er lokið 1. og 2. umr. um málið sem og skýringum manna við atkvæðgreiðslu hér sem hefur tekið hátt í tvo tíma. Ekki í eitt einasta skipti hefur einn einasti þingmaður eða hæstv. ráðherra Framsfl. séð ástæðu til þess að gefa upp afstöðu sína í málinu eða rökstyðja ábyrgð sína á þessu frv. Það er ástæða til að undirstrika þessa snöfurmannlegu og rismiklu framgöngu Framsfl. sem ætlaði að setja fólk í fyrirrúm fyrir kosningarnar í sambandi við þetta mál.

Herra forseti. Það er von mín að þetta mál fái náðuga hvíld og menn beri síðan gæfu til þess að koma á viðræðum um efni þess í sumar milli verkalýðshreyfingarinnar, vinnuveitenda og stjórnvalda og geti gert það í sæmilegu andrúmslofti þannig að ekki stofnist til þeirra stórfelldu átaka og ófriðar á vinnumarkaði sem ella er verið að efna til fyrir forgöngu hæstv. ríkisstjórnar, svo ótrúlegt sem það er. Ég segi nei, herra forseti. Þetta mál hefur ekkert lengra að gera.