Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:52:29 (6126)

1996-05-15 15:52:29# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:52]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Allt frá því að Jónas frá Hriflu stofnaði bæði Alþfl. og Framsfl. á einu og sama árinu hefur það verið yfirlýst stefna Framsfl. að efla samstarf verkafólks til sjávar og sveita. Meðal annars af þeim sökum lýsti Framsfl. því yfir í stefnuskrá sinni, sem samþykkt var í nóvember 1994, að ekki einum einasta lagabálki og ekki einni einustu reglugerð yrði breytt án þess að haft yrði samráð við verkalýðshreyfinguna, án þess að haft yrði samráð við opinbera starfsmenn. Þetta hefur verið svikið eins og hvert einasta skriflega kosningaloforð Framsfl. sem gefið var. Þess vegna segi ég, herra forseti, það er rétt hjá hv. þm. Vilhjálmi Egilssyni að það er hyggilegt af Framsfl. að þegja í dag og í allri umræðunni. Raunar væri líka hyggilegast af Framsfl. að ganga með hauspoka.

Herra forseti. Við því að láta frv. ganga áfram segi ég að Framsfl. skammast sín fyrir frv. Ég deili þeirri skömm og ég segi nei.