Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:18:01 (6131)

1996-05-15 16:18:01# 120. lþ. 138.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:18]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um að heimila að takmörkuðu leyti erlendar fjárfestingar eða fjárfestingar útlendinga í íslensku atvinnulífi, þar á meðal óbeinar fjárfestingar í sjávarútvegi. Minni hluti efh.- og viðskn., ég og hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson, lagði til meiri opnun í þessum málaflokki gagnvart fiskvinnslunni. En þrátt fyrir að sú tillaga væri málamiðlun milli ýmissa sjónarmiða sem höfðu komið fram varðandi þetta mál, var okkar tillaga felld við 2. umr. málsins. Útfærsla í þessu stjfrv. er ekki góð né heppileg sé litið til framtíðar og ég kýs þess vegna að sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins.