Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:18:54 (6132)

1996-05-15 16:18:54# 120. lþ. 138.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:18]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Þau eru mörg álitaefnin sem tengjast þessu frv. Hér var af minni hluta til lagt til meiri opnun varðandi fjárfestingu erlendra aðila en frv. gerði ráð fyrir og í þeim búningi sem það nú er. Alþb. var á móti slíku og við styðjum afgreiðslu málsins þrátt fyrir marga meinbugi sem á því eru. Ég vek athygli á því atriði sem varðar fjárfestingarheimildir erlendra aðila í orkulindum landsins. Það hefur komið fram að þar eru algerlega ófrágengin stór atriði sem varða þjóðarhagsmuni. Hæstv. iðnrh. upplýsti í gær að ekkert gengi í að ganga frá málum milli stjórnaraðila varðandi lagasetningu til að tryggja íslenska hagsmuni.

Ég styð sem sagt framgang þessa máls hér en ég vek athygli á þessari hroðalegu stöðu sem við erum bundin í vegna aðildar að EES-samningi.