Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:46:10 (6187)

1996-05-17 14:46:10# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:46]

Frsm. meiri hluta félmn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var aðferð nefndarinnar. Hún var sammála um það að leita til Lagastofnunar Háskóla Íslands og það skal tekið fram að nefndin valdi ekki lögfræðingana. Það var stofnunin sjálf sem valdi þá og það var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessu áliti.

Vegna spurningar hv. þm. um það hvort ekki hafi verið tekið tillit til annarra lögmanna get ég nefnt sem dæmi að í áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að vinnustaðarfélögin hafa ekki brotið í bága við ákvæði alþjóðasáttmála. Hins vegar kusum við að taka það ákvæði út og það var m.a. vegna ábendinga frá lögfræðingum stéttarfélaganna. Það var svo sannarlega hlustað á þá líka.