Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:51:50 (6191)

1996-05-17 14:51:50# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:51]

Frsm. meiri hluta félmn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að álit Lagastofnunar er ekkert heilagt plagg. Það er hins vegar það skásta sem við höfum fengið að áliti meiri hlutans í nefndinni. Við byggjum okkar breytingartillögur að miklu leyti á þeirra athugasemdum.

Það má einnig taka fram að undir þetta álit skrifar t.d. Sigurður Líndal, prófessor við Háskóla Íslands, sem mér skilst að hafi kennt vinnurétt til fjölda ára.