Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 16:30:31 (6205)

1996-05-17 16:30:31# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[16:30]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að hafa tekið eftir því að frv. er betra en það var. En meginatriði frv. standa og það eru einmitt þau sem mér er í mun að verði lögfest, meginatriðin varðandi viðræðuáætlunina, auknar skyldur sáttasemjara og vinnustaðarfélögin eru orðin að vinnustaðarsamningum að ósk ASÍ. Síðan fá vinnustaðarfélögin stoð í lögum og síðan er aukið lýðræði bæði meðal atvinnurekenda og launamanna um meginákvarðanir.