Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Laugardaginn 18. maí 1996, kl. 11:06:21 (6230)

1996-05-18 11:06:21# 120. lþ. 141.1 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur

[11:06]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir þetta síðasta hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni. Það er vissulega rétt að svokallað félag úthafsútgerða hefur átt þarna hlut að máli og ég er ekki að mótmæla því, alls ekki og ég virði það sem þeir hafa verið að gera. Það sem ég vek hins vegar athygli á er að LÍÚ er ekkert hrifið af því sem þeir eru að gera. Réttur hinna sem hafa leigt sínar veiðiheimildir innan lögsögunnar er einmitt styrktur að mjög miklu leyti. Þeirra réttur er styrktur í þessu frv. umfram hina eins og kemur fram í því að hinir mótmæla líka þessu frv. og ekki síður.