Sálfræðingar

Mánudaginn 20. maí 1996, kl. 18:17:10 (6296)

1996-05-20 18:17:10# 120. lþ. 142.6 fundur 371. mál: #A sálfræðingar# (stjórnskipuleg meðferð leyfisveitinga) frv. 54/1996, Frsm. VS (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[18:17]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breyting á lögum um sálfræðinga, nr. 40/1976. Nefndarálitið er frá hv. allshn. Nefndin hefur fjallað um frv. og farið yfir umsagnir sem bárust frá Sálfræðingafélagi Íslands og Tryggingastofnun ríkisins. Nefndin leggur áherslu á að með þeirri breytingu sem frv. mælir fyrir um sé engin afstaða tekin til þess hvort Tryggingastofnun ríkisins skuli semja við sálfræðinga um sálfræðiþjónustu til sjúkratryggðra eða ekki.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með svofelldri breytingu:

,,Við bætist ný grein sem hljóðar svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.``

Jóhanna Sigurðardóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita auk þeirrar sem þetta mælir Sólveig Pétursdóttir formaður, Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristján Pálsson, Sighvatur Björgvinsson, Ögmundur Jónasson og Árni R. Árnason.