Vegáætlun 1995--1998

Mánudaginn 20. maí 1996, kl. 23:10:04 (6323)

1996-05-20 23:10:04# 120. lþ. 142.12 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur

[23:10]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að við hæstv. samgrh. höfum báðir áhyggjur af einbreiðum brúm. Það sem ég kom að í mínu máli var að ég taldi að það væri eðlilegt að setja 200--300 millj. í verkefnið tvöföldun einbreiðra brúa. Ég held að það hafist best áfram með því að setja það upp sem sérstakt verkefni og það þarf að gera úttekt á því hvaða einbreiðar brýr eru hættulegastar og hvar hafa orðið flest slysin. Þar hlýtur að koma frekar til kasta samgn. að leggja til um framkvæmdirnar en þingmanna einstakra kjördæma. Ég veit að við erum sammála um þetta efni eins og svo mörg önnur, ég og hæstv. samgrh. Við munum ná samkomulagi um þetta mál og fleiri.

Varðandi vegtengingar að Hvalfjarðargöngum lít ég svo á að það mál sé til lykta leitt og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Búlandshöfði er að mínu mati næsta stórverkefni á Vesturlandi og ég held mig við það að það sé einhver besta samgöngubót og atvinnuuppbygging á utanverðu Snæfellsnesi sem hægt er að fara í. Ég trúi og treysti á að það verði fjármagnað af stórverkefnasjóði. Ég hygg að við verðum sammála um það, ég og hæstv. samgrh.