Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 14:49:43 (6348)

1996-05-21 14:49:43# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[14:49]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. staðfesti það sem ég var að gera athugasemdir við. Ég geri nú ekki mikið með það og klappa ekki saman höndum hér í ræðustól þó brtt. séu unnar út frá beinhörðum athugasemdum Lagastofnunar Háskóla Íslands. Ég get hreinlega ekki ímyndað mér að ekki sé tillit tekið til slíkra athugasemda sé eftir þeim kallað. Við erum því sammála um það, ég og hv. þm. Siv Friðleifsdóttir, að það hafi verið hið besta mál að kalla eftir umsögn Lagastofnunar Íslands, enda hafi ekki verið vanþörf á.