Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:06:07 (6376)

1996-05-21 17:06:07# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:06]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mig undrar hvað hv. þm. er hörundsár ef hún finnur fúkyrði í mínu máli. Ég beið bara eftir því að hv. þm. afþakkaði það að félmrn. greiddi kostnað af för þessa sendimanns til Genfar. Það er sjálfsagður hlutur og félmrn. mun verða við því að borga undir hann og greiða honum dagpeninga eins og gert hefur verið við aðra fulltrúa verkalýðshreyfingar og VSÍ á undanförnum árum. Ég hef gengið frá tilkynningu til Alþjóðavinnumálasambandsins um það efni, þ.e. um sendinefndina.

Hv. þm. var að bera upp að ég hefði verið með hótanir. Ég hef ekki verið með hótanir og tem mér þær ekki.