Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:08:37 (6378)

1996-05-21 17:08:37# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:08]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur fyrir, hv. þm., sem ekki er hörundsár að það verður greitt undir þennan æruverðuga sendimann. Hann getur flutt sínar ræður eins og hann lystir í Genf.

Varðandi þetta með neikvæða félagafrelsið þá er það alveg rétt hjá hv. þm. og hún þarf ekkert að segja mér um það hvernig síðasta stjórnarskrárbreyting var unnin því ég kom að því máli á sínum tíma. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnunin fundið að því og nefndin í Strassborg að hér væri skylduaðild að verkalýðsfélögum ekki bönnuð í lögum. Hér væri það ekki bannað í lögum. En það er hvergi skylda í lögum eftir því sem ég veit best nema í Lögfræðingafélaginu að menn séu aðilar að stéttarfélagi. (BH: Það þarf ekkert að banna þetta sérstaklega.)