Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:30:36 (6386)

1996-05-21 17:30:36# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. minni hluta KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:30]

Frsm. minni hluta félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað grundvallarmunur á því hvort menn eru samála um að breyta einhverju eða hvort stjórnvöld, hvað þá í lýðræðisríki, taka sér það vald að breyta leikreglum á vinnumarkaði einhliða því að það er nákvæmlega það sem er verið að gera. Ég get tekið undir að það er búið að breyta þessu frv. mikið og það er búið að taka út þau atriði sem Lagastofnun sem var einn hluti þeirra lögfræðinga sem komu að þessu máli, áleit vera brot á alþjóðasamningum. Aðrir lögfræðingar eru þeirrar skoðunar að það sé fleira í frv. sem brýtur á bága við alþjóðasamninga, en á það er ekki hlustað.

Ég tek undir með þingmanninum að það á að taka þetta mál af dagskrá og taka sumarið í að ná sáttum í þessu máli.