Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 23:11:11 (6408)

1996-05-21 23:11:11# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[23:11]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ruddist ekki fram með neitt frv. Fyrir mína hönd voru sýnd af mestu hógværð drög eða umræðugrundvöllur að frv. um sáttastörf í vinnudeilum. Það var von okkar að málsaðilar aðrir, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, vildu gera svo vel að taka þátt í því með okkur að þróa málið og endurbæta frv. En þá hlupu menn bara í fýlu í Ölfusborgum og sögðu: Frumvörpin burt! Frumvörpin burt!