Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 23:16:18 (6412)

1996-05-21 23:16:18# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[23:16]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er varla að ég nenni að elta ólar við svona málflutning. Þetta getur hv. 17. þm. Reykv. leyft sér að segja, en ekki formaður Alþb.

Það er ósatt að Framsfl. hafi svikið kosningaloforð sín. Við vinnum undir því kjörorði sem við gengum til kosninga með, fólk í fyrirrúmi. Fjárlög þessa árs voru skynsamleg og við erum að ná árangri í efnahagslífinu með aðhaldssömum fjárlögum.