Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:51:31 (6484)

1996-05-23 10:51:31# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:51]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu frv. fer ríkisstjórnin með fullkomnu offorsi gegn launafólki og eðlilegum samskiptum við verkalýðshreyfinguna í landinu. Hér er verið að knýja í gegn með gerræðislegum vinnubrögðum mjög umdeildar breytingar í fullkominni andstöðu við launþegahreyfinguna í landinu en í þökk atvinnurekenda. Þannig vinnur þessi ríkisstjórn gegn launafólki og gegn stöðugleikanum í landinu og stefnir með því friði á vinnumarkaðnum í algert uppnám. Þetta er mesta ögrun við launafólk í landinu sem við höfum séð um langan tíma. Ég segi já við því að vísa þessu máli frá.