Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:55:27 (6487)

1996-05-23 10:55:27# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SighB (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:55]

Sighvatur Björgvinsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel tíðindum sæta að þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu allra stéttarfélaga í landinu liggur fyrir að sú afstaða hefur ekki haft áhrif á einn einasta þingmann í Framsfl. eða Sjálfstfl. Mér finnst líka athyglisvert að eini fulltrúinn á þingi Alþýðusambands Íslands, sem jafnframt á atkvæðisrétt á Alþingi Íslendinga, skuli ekki hafa séð ástæðu til að nota atkvæðisrétt sinn við þessar aðstæður.