Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:58:09 (6489)

1996-05-23 10:58:09# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:58]

Kristinn H. Gunnarsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um þá tillögu að fella brott úr frv. þá grein þess sem kveður á um að heimila stofnun vinnustaðarstéttarfélaga. Ég er mjög andvígur því að tekið verði upp í löggjöf hér á landi að heimila stofnun stéttarfélaga á einstökum vinnustöðum og tel að slík ákvæði geti reynst samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar afar skeinuhætt. Hins vegar tel ég ekki eðlilegt að stjórnarandstæðingar fari að greiða atkvæði með eða móti einstökum breytingartillögum eða tillögum í frv. ríkisstjórnarinnar og eigi að leggja aðaláherslu á að það beri að vísa málinu frá og ríkisstjórnin eigi ekki að koma með það inn í andstöðu við stéttarfélögin. Ég mun því ekki greiða atkvæði við þessa tillögu eða aðrar.