Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:05:57 (6495)

1996-05-23 11:05:57# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:05]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Sama gildir um e-lið 2. gr. og greinarinnar í heild. Þrátt fyrir almenna samstöðu um að slaka á ólýðræðislegum reglum um atkvæðagreiðsu hefur ekki náðst samstaða um hvernig farið verður með atkvæðagreiðslu vinnustaðarsamninga þar sem mörg stéttarfélög eru á sama vinnustað. Um þessi atriði verður að ríkja sátt við stéttarfélögin. Þessi atriði þekki ég persónulega af eigin reynslu sem fyrrv. aðaltrúnaðarmaður á vinnustað sem var með vinnustaðarsamninga með fjölmörgum stéttarfélögum. Ég greiði ekki atkvæði.