Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:09:37 (6498)

1996-05-23 11:09:37# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:09]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með þessum breytingartillögum er verið að hlutast til um innri mál stéttarfélaganna. Hér er löggjafinn að skipta sér af því hvernig stéttarfélög greiði atkvæði um verkfallsboðun og frestun vinnustöðvana. Hér er verið að taka upp reglur í anda þeirra sem ríkt hafa meðal opinberra starfsmanna og hafa gefist afar misvel. Hér er einnig um þá spurningu að ræða hvort þessi afskipti standist samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Með þessum atriðum sem hér er um að ræða er verið að draga úr sveigjanleika og það er mikil hætta á því, hæstv. forseti, að verkföllum fjölgi og þau verði langvinnari verði þetta samþykkt.