Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:26:19 (6504)

1996-05-23 11:26:19# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:26]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Gervöll stjórnarandstaðan ásamt allri verkalýðshreyfingunni í landinu hefur eindregið lagst gegn frv. af ástæðum sem hafa margsinnis verið raktar í umræðunum. Verði frv. að lögum mun það valda ófriði á vinnumarkaði, stórri gjá á milli atvinnurekenda og samtaka launafólks sem stöðugt verður stærri. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ber ábyrgð á afleiðingum á lögfestingu frv. ef af verður. Frv. er vont og ég leggst gegn samþykkt þess. Ég segi nei.