Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 15:15:44 (6562)

1996-05-24 15:15:44# 120. lþ. 148.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[15:15]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn dregur nú í land. Það hefði verið, hefði því ekki verið breytt. Það er annað en hún sagði í upphafi ræðu sinnar áðan. Svo segist hún hafa verið að tala um allt annað frv. en það sem hér er á dagskrá. Það er svo sem ágætt að vita til þess. En þetta liggur alveg ljóst fyrir. Líka fullyrðingarnar um að verið sé að brjóta hér stjórnarskrána. Hér koma þau svör við því frá þessum þremur lögmönnum að svo sé ekki. Samt er haldið áfram að fjasa þótt það sé að vísu dregið í land og sagt: Jú, það hefði kannski orðið, hefði því ekki verið breytt o.s.frv. Þeir hefðu framið glæp hefðu þeir ekki hætt við að fremja glæp. Þetta er nú meiri syndin sem hefur verið framin.