Heimsókn forseta Írlands

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 14:39:38 (6615)

1996-05-28 14:39:38# 120. lþ. 149.99 fundur 320#B heimsókn forseta Írlands#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[14:39]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en hæstv. umhvrh. svarar fyrirspurninni vill forseti vekja athygli hv. alþingismanna á því að forseti Írlands, frú Mary Robinson, og maður hennar, Nicholas Robinson, ásamt frú Fitzgerald ráðherra, eru stödd á þingpöllum ásamt forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og fylgdarliði. Forseti Írlands er í Alþingishúsinu í tengslum við opinbera heimsókn hennar hingað til lands í boði forseta Íslands.

Forseti vill fyrir hönd Alþingis bjóða forseta Írlands velkominn í Alþingishúsið og væntir þess að för hennar til Íslands verði til þess að styrkja enn frekar þau góðu tengsl sem eru milli landa okkar. Forseti vill biðja hv. þingmenn að votta forseta Írlands og írsku þjóðinni vináttu og virðingu með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]