Átak í jafnréttismálum hjá Ríkisútvarpinu

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 15:38:59 (6637)

1996-05-28 15:38:59# 120. lþ. 149.11 fundur 531. mál: #A átak í jafnréttismálum hjá Ríkisútvarpinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[15:38]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina og láta í ljós vonbrigði með svör hæstv. menntmrh. Það kemur fram í skýrslu jafnréttisráðherra að þó að konur sem viðmælendur hafi verið 18% árið 1988 og 9% árið 1966 hélt maður kannski að þessi þróun væri að halda áfram en könnun Jafnréttisráðs sem kemur fram í sömu skýrslu bendir til að svo sé ekki. Það voru einungis 12% viðmælenda í Ríkisútvarpinu í fréttum 1989 konur og 15% árið 1990.

Ég ætlaði einnig að gera að umtalsefni þessa frétt úr Nordisk kontakt en vil þó einnig benda á að áður hafði verið umfjöllun um kvenforsetaframbjóðendur sem er ritstjórninni hugsanlega eitthvað til málsbóta en þó hefði auðvitað verið eðlilegt að vísa í það í þeirri frétt sem er í heftinu núna.

Að lokum vil ég taka undir að það er alveg ljóst þó að 1. gr. jafnréttislaganna sé skýr um að það eigi sérstaklega að bæta stöðu kvenna almennt í þjóðfélaginu sýnir þetta og viðbrögð menntmrh. og svör að það þarf að styrkja ákvæði jafnréttislaganna að þessu leyti.