Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:12:10 (6761)

1996-05-29 16:12:10# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:12]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Sá fjöldi breytingartillagna sem fyrir liggur við 3. umr. málsins er glöggt merki um vinnubrögðin við allt þetta mál. Þó að frv. hafi vissulega skánað í meðförum þingsins eru enn á því óásættanlegir gallar. Til dæmis orkar tvímælis að flokka starfsmenn ríkisins í embættismenn og aðra starfsmenn, svo og hvernig sú flokkun er. Þá vil ég ítreka enn einu sinni að fæðingarorlof og veikindaréttur starfsmanna, sem ráðnir eru eftir gildistöku nýrra laga, er í uppnámi.

Það sem er þó óásættanlegast eru vinnubrögðin og sú staðreynd að málið er flutt í andstöðu við heildarsamtök starfsmanna ríkisins. Því styð ég þá tillögu að vísa málinu frá. Ég segi já.