Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:14:03 (6762)

1996-05-29 16:14:03# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:14]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á frv. fyrst og fremst fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarandstöðu treystir þingflokkur Alþfl. sér ekki til að greiða frv. atkvæði sitt. Það er m.a. vegna málskotsréttarins. Við teljum að opinberum starfsmönnum sé ekki tryggður sami réttur og öðrum þegnum er tryggður samkvæmt stjórnsýslulögum. Biðaunarétturinn er ekki virtur. En meginatriðið er að um frv. var ekki haft það samráð við opinbera starfsmenn sem kveðið er á um í lögum og við lítum svo á að það sé mjög alvarlegur hlutur.

Virðulegi forseti. Allur málatilbúnaður við þetta frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er á þann veg að við teljum að frv. þessu eigi að vísa frá. Ég segi já.