Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:17:08 (6764)

1996-05-29 16:17:08# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:17]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Í frv. sem verið er að afgreiða felst einstök atlaga að verkalýðshreyfingunni og öll verkalýðsfélög í landinu hafa lagst gegn því máli sem hér er á ferðinni. Það liggur líka fyrir að eins og málið lá fyrir í upphafi var það einstaklega illa útbúið. Fullyrt var að í því fælist brot á stjórnarskránni og brot á sex alþjóðlegum sáttmálum eins og það lá fyrir. Það hefur orðið að gera á frv. að mati stjórnarmeirihlutans milli 30 og 40 veigamiklar breytingartillögur og samt er frv. enn þá mjög illa frágengið að öllu leyti, bæði efnislega og formlega.

Ég tel þess vegna að það sé óhjákvæmilega skynsamlegast í stöðunni nú að vísa þessu frá og ég segi já við frávísunartillögunni.