Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:25:23 (6769)

1996-05-29 16:25:23# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:25]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég styð þessa brtt. sem er borin fram af hv. þm. Kristínu Ástgeirsdóttur varðandi fæðingarorlof, sömuleiðis aðra tillögu hennar sem hún hefur lagt fram um starfsmannaráð. Hins vegar tek ég fram við atkvæðagreiðsluna að jafnvel þó að þessar tillögur mundu verða samþykktar eru verulegir gallar á málinu og frv. allt meira og minna ónýtt. Þó hér séu tekin út tvö efnisatriði má á engan hátt líta svo á að þar sé um að ræða mikilvægustu efnisatriðin. Hins vegar eru þau mjög mikilvæg og þess vegna styð ég þessar breytingartillögur en allt frv. hefði þurft að fara í annan farveg eins og við stjórnarandstæðingar höfum marglýst yfir.