Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:49:08 (6783)

1996-05-29 16:49:08# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:49]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um frv. sem kom inn í þingið sem gott mál og batnaði mjög í meðförum þingsins, sérstaklega í meðförum hv. efh.- og viðskn. þar sem fjöldi ábendinga barst frá hagsmunaaðilum. Þetta mál tekur á vandamálum sem hafa truflað almenning í landinu svo sem biðlaunaréttinn þar sem fólk er á tvöföldum launum. Þetta mál tekur líka á æviráðningunni sem hefur líka verið andstætt hugsun almennings og bætir auk þess launakerfi ríkisstarfsmanna. Ég segi já.