Grunnskóli

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:11:04 (6795)

1996-05-29 17:11:04# 120. lþ. 151.6 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, ÁÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:11]

Ásta B. Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu við atkvæðagreiðsluna. Ég hafði vakið athygli á því við 2. umr. og vefengt réttmæti þessarar frumvarpsgreinar eins og hún hljóðar hér og ég hef varpað þeirri ósk til hæstv. menntmrh. að það verði kannað hvort þessi grein standist að öllu og þá vísa ég jafnvel til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í því samhengi.

Ég hef í dag rætt við lögfróða menn. Við umræðu í gær taldi menntmrh. að ég væri að misskilja þetta frv. Enn þá tel ég svo ekki vera og ekkert í máli hans hefur fengið mig til að skipta um skoðun.

Ég tel það enn fremur í hæsta máta óeðlilegt að við þessa miklu breytingu verði svo stór og viðamikill flokkur skilinn algerlega út undan og óafgreiddur en það eru öll sérkennslumál. Ég greiði því atkvæði gegn frv.