Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 12:10:27 (6820)

1996-05-30 12:10:27# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[12:10]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir að það var ágætisvinna í félmn. Hugsanlega hefði mátt ræða þetta betur í þingsölum en mér sýnist að stjórnarandstaðan hafi tekið upp megnið af þeim tíma sem menn hafa ætlað í þetta mál.

Varðandi fastráðningarsamningana er það svo að í lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð er heimilt að greiða til atvinnufyrirtækjanna þann hluta þegar hráefnisskortur er í fyrirtækjunum. Fiskvinnslufólkið á hins vegar kröfu á því eftir ákveðinn tíma, sem mig minnir að séu tveir mánuðir, að gera fastráðningarsamning. Um þetta er búið að semja. En ríkisvaldið hefur væntanlega komið að þessu með lagabreytingum um Atvinnuleysistryggingasjóð.