Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 12:26:48 (6829)

1996-05-30 12:26:48# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[12:26]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hefur hv. 3. þm. Vestf. ekki tekið þátt í því að semja við verkalýðshreyfinguna um einstök atriði sem síðan hafa verið staðfest í lögum? Hefur hann ekki gert það aftur og aftur? Af hverju má það ekki gerast nú? Af hverju má ekki halda þannig á málum nú eins og aftur og aftur hefur verið gert á undanförnum árum? Að hans mati á svo að heita að við búum í frjálsu markaðsþjóðfélagi, hér á fjármagnið að vera frjálst og dansa laust og hafa mikið svigrúm og frelsi, hagfræði Þorvaldar Gylfasonar. En verkalýðshreyfinguna á að binda þótt hún mótmæli því öll. Hvað á þetta að þýða, hv. þm.?