Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 13:33:17 (6844)

1996-05-30 13:33:17# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[13:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þrátefli þarf fyrst að meta það hvenær mál er komið í þrátefli. Síðan þarf að meta hvort leysa megi stöðuna upp eða hvort grípa þurfi inn í. Ég vil bara taka það fram, herra forseti, að ég er ekki í starfi félmrh. til þess að ganga erinda vinnuveitenda eitthvað sérstaklega. Ég vil ástunda gott samstarf við vinnuveitendur eins og ég vil ástunda gott samstarf við launamenn og þeirra samtök. Hins vegar þarf auðvitað tvo til svo að gott samstarf og samráð geti borið árangur.