Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 16:18:34 (6857)

1996-05-30 16:18:34# 120. lþ. 155.1 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 155. fundur

[16:18]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ef ég er hér trúboði þá er ég í andsvari við hálfgerðan villimann samkvæmt blaðaskrifum þessa dagana. En það er nú önnur saga.

Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson spyr hvort þetta sé réttlætið sem við viljum sjá. Hann minnist á það hvort réttlætið sé einkum fyrir þá sem meira mega sín. Að sjálfsögðu ekki. Það hentar ekki þeim sem minna mega sín sem svo eru nefndir að atvinnufyrirtækjum sé gert ókleift eða illa kleift að lifa og veita atvinnu og blómstra. Ég held hins vegar ég eftirláti hv. þm., formanni efh.- og viðskn., Vilhjálmi Egilssyni, að svara þessu fyrir nefndina. En eins og ég segi er ég ekki sannfærður en kannski gefst tilefni til að eiga orðastað við hv. þm. Sighvat Björgvinsson öðru sinni og þá skal ég svara honum skýrar.