Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 14:49:53 (6905)

1996-05-31 14:49:53# 120. lþ. 157.10 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[14:49]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna. Ég vil þó bara ítreka það að fullyrðingar um þessa gerð veiðiflota okkar sem hér er sérstaklega til umræðu og nefndur hefur verið gleymdi flotinn, þ.e. það er rangt að halda því fram að sá floti hafi ekki verið hafður í huga. Ég vil bara ítreka það. Það er sá floti sem við höfum líka í huga. Við reynum að líta á málið í heild.

Ég vil ítreka það enn og aftur að gleymdi flotinn er a.m.k. ekki gleymdur innan hv. sjútvn. og það veit formaður hennar.