Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:16:42 (6926)

1996-05-31 16:16:42# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:16]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Í þessari málsgrein á sér í raun og veru stað sú efnisbreyting að skattar af arði, leigutekjum og söluhagnaði eru lækkaðar úr 42--45% niður í 10%. Við erum andvíg þessari breytingu eins og hún er hér útfærð og teljum þarna um að ræða stórkostlega tilfærslu fjármuna og í raun og veru gjöf til stóreignamanna og þeirra sem miklar tekjur hafa af þessum toga. Til að láta þá andstöðu okkar í ljós er ekki annar staður betri í þessari atkvæðagreiðslu en sá að greiða atkvæði gegn þessari málsgrein.