Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:19:38 (6927)

1996-05-31 16:19:38# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:19]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Með þeim frágangi málsins sem nú er borinn upp til atkvæða eftir breytingar er sú ótrúlega tillaga uppi að leggja skatt á líknarfélög. Verði það lögfest á Alþingi verða það tímamót því að okkur er ekki kunnugt um að nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli sé líknarstarfsemi skattlögð. Það hefur a.m.k. ekki tekist að hafa upp á fordæmi slíks. Við teljum að þetta sé eitt af mörgum atriðum sem þurft hefði að athuga betur og í raun og veru þurfi þó varla athugunar við svo sjálfsagt sem það er að við höfum slíka starfsemi skattfrjálsa hér eins og yfirleitt annars staðar er gert. Við erum því andvíg þessari málsgrein af því að hún felur í sér þessa efnislegu niðurstöðu.