Rekstur sjúkrahúsanna í Keflavík og Hafnarfirði

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 13:46:28 (6994)

1996-06-03 13:46:28# 120. lþ. 158.8 fundur 332#B rekstur sjúkrahúsanna í Keflavík og Hafnarfirði# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[13:46]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Varðandi það sem hv. þm. kom inn á áðan að sjúklingar á Suðurnesjum leituðu fremur til Reykjavíkur en á sjúkrahúsið í Keflavík þá er það þannig að sjúkrahúsið í Keflavík hefur sérhæft sig mjög í fæðingarhjálp og kvensjúkdómalækningum og lýtalækningum undanfarin ár. Aftur á móti fara margir sjúklingar héðan af þessu svæði til lýtalæknis til Keflavíkur og einnig fara margir sjúklingar af Reykjavíkursvæðinu til Keflavíkur til beinasérfræðings. Þetta flæði fer eftir sérhæfingu sjúkrahúsa, þá er ekkert endilega bundið við það að Suðurnesjamenn fari á sjúkrahúsið í Keflavík eða Reykvíkingar á þessu svæði.