Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 16:48:19 (7027)

1996-06-03 16:48:19# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[16:48]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Í breytingartillögum samgn. stendur um undirbúningsnefndina, með leyfi hæstv. forseta:

,,Samgönguráðherra skipar þriggja manna undirbúningsnefnd til þess að annast undirbúning og nauðsynlegar aðgerðir vegna breytingarinnar. Nefndin skal hafa heimild til þess að gera hvers kyns löggerninga sem eru nauðsynlegir til undirbúnings stofnun félagsins og fyrirhugaðri starfrækslu. Við stofnun skal félagið bundið við umrædda löggerninga.``

Hér er ekki verið að tala um réttarstöðu starfsfólks. Á hinn bóginn er í 8. gr. laganna fjallað ítarlega um það hver skuli vera réttarstaða starfsfólks og getur nefndin að sjálfsögðu ekki breytt þeim lagaákvæðum frá því sem Alþingi ákveður.