Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 16:55:36 (7032)

1996-06-03 16:55:36# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[16:55]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. 2. gr. er alveg skýr að þessu leyti eins og hv. þm. er raunar kunnugt. 1. mgr. 2. gr. fjallar um félög sem ákveðið kynni að vera að stofna vegna hagsmuna fyrirtækisins, m.a. með öðrum fyrirtækjum. (Gripið fram í.) Það er auðvitað stjórnin sem tekur ákvörðun um að verja fénu með þessum hætti og þá líka stjórn hlutafélagsins sem tekur ákvörðun um söluna. (Gripið fram í.) Það er takmarkaður ræðutími og ég veit ekki hvort hæstv. forseti ætti aðeins að reyna að hafa hemil á flokksbróður sínum. Annars verður farið með þetta samkvæmt samþykktum hins nýja hlutafélags eins og hv. þm. er kunnugt.

Á hinn bóginn er það alveg ljóst samkvæmt frv. eins og fram kemur í 2. mgr. 2. gr. að sú starfsemi sem nú fellur undir Póst- og símamálastofnun á að vera í höndum fyrirtækis eða fyrirtækja sem er alfarið í eigu ríkisins. Þetta er hv. þm. kunnugt.