Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 18:03:02 (7047)

1996-06-03 18:03:02# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[18:03]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Spurning hv. þm. lýtur að vísu að fjarskiptalögum en snertir efnislega rekstur Pósts og síma hf. þegar til kemur. Samkvæmt tillögu meiri hluta samgn. er gert ráð fyrir því að miðað sé við 1. júlí 1998 en ég skal ekki um það segja hvort t.d. Póstur og sími hf. sér tök á því að þessi breyting geti orðið fyrr. Það mál hefur ekki verið rannsakað.