Ólöglegur innflutningur fíkniefna

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 21:43:34 (7089)

1996-06-03 21:43:34# 120. lþ. 158.27 fundur 62. mál: #A ólöglegur innflutningur fíkniefna# þál., Frsm. JónK
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[21:43]

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Vegna orða hv. 5. þm. Suðurl. vil ég taka fram að það var skilningur allshn. að sú nefnd sem að störfum er á vegum ríkisstjórnarinnar í þessu máli ætti ekki eingöngu að fjalla um það mál hvort ætti að hækka refsirammann heldur málið í heild, þar á meðal hvort að refsiramminn væri nýttur til hins ýtrasta í þessum málum. Það er rétt sem kom fram hjá þingmanninum að hann hefur ekki verið nýttur í mörgum tilfellum og refsingar í þessum málum hafa verið tiltölulega vægar. Það var skilningur nefndarinnar að það væri einnig þessi atriði ásamt öðrum varðandi þessi alvarlegu mál sem nefndinni bæri að athuga. Ég vildi að þetta kæmi fram þannig að sá skilningur allshn. gæti þá komið fram við afgreiðslu þingsins á þessu máli.