Rannsóknir í ferðaþjónustu

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:39:04 (7109)

1996-06-03 22:39:04# 120. lþ. 158.30 fundur 76. mál: #A rannsóknir í ferðaþjónustu# þál. 18/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:39]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir að það er ekkert því til fyrirstöðu að slík ákvörðun sé sett inn í þáltill. en ég tel það óeðlilegt og ég er á móti því. Og það kom mjög skýrt fram í mínu máli. Það er ekki þar með sagt að ég sé á móti því að þetta verði staðsett þar sem hv. þm. leggur til í sinni tillögu. Ég tel persónulega óeðlilegt að það sé tekið til þess í þáltill. Það hlýtur hv. þm. að skilja. Það er mín afstaða. (TIO: Það vantar rök.) Rökin voru komin fram í málinu. Ég tel að ákvörðunin sé ráðerrans. Ráðherrann hefur ákveðið að gagnavinnslan skuli vera þar sem hún er staðsett og það er ágætt. Aftur á móti tel ég ekki að þingið eigi að vera að taka afstöðu í því máli.