Starfsþjálfun í fyrirtækjum

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:57:13 (7119)

1996-06-03 22:57:13# 120. lþ. 158.34 fundur 210. mál: #A starfsþjálfun í fyrirtækjum# þál., Frsm. SAÞ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:57]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um opinberan stuðning við starfsþjálfun í fyrirtækjum frá menntmn.

Í tillögunni er kveðið á um mótun stefnu um starfsþjálfun sem hvetur til aukinnar þátttöku fyrirtækja í verknámi. Fyrirtæki og stofnanir gegna nú þegar mikilvægu hlutverki í starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Í nýsamþykktum lögum um framhaldsskóla er stórt skref stigið í því að skilgreina hlutverk og ábyrgð fyrirtækja í menntunarmálum þó að ekki sé þar tekið á öllum atriðum er varða þjálfun nemenda á vinnustað. Ljóst er að í kjölfar nýrra laga um framhaldsskóla verður að huga að starfsþjálfun í fyrirtækjum, meðal annars í anda tillögu þessarar.

Menntmn. leggur einróma til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.